Við biðjumst velvirðingar ef skilmálar okkar eru langir og flóknir.
Hins vegar eru þetta mjög mikilvægar upplýsingar sem við verðum að veita.
Hér eru nokkur aðalatriði sem þú ættir að vita.

Það er á þína ábyrgð að gefa upp réttar upplýsingar varðandi farþega og greiðslu ásamt því að fara yfir ferðagögn.
Það er á þína ábyrgð að kanna og sækja um vegabréfsáritanir til þeirra landa sem þú ert að ferðast til.
Ef flugfélagið leyfir breytingu á flugmiða þá eru alltaf einhver gjöld sem þarf að greiða.
KILROY gegnir stöðu umboðsaðila fyrir flugfélögin. Flugfélögin eru ábyrg fyrir flugþjónustunni og því eru það skilmálar flugfélaganna sem gilda.

Hér eru skilmálarnir:


Almennir skilmálar

1 Samkomulagið
a) Með því að smella á 'kaupa miða' samþykkir viðskiptavinurinn kaupin. Pöntun á ferð er bindandi, bæði fyrir farþega og ferðaskrifstofu, um leið og KILROY hefur mótekið staðfestingu á sætabókun, móttekið fulla greiðslu og gefið út miða. Það geta átt sér stað verðbreytingar hjá flugfélaginu eftir að viðskiptavinurinn hefur staðfest bókunina og KILROY gefið út miðann. Í þeim tilfellum verður haft samband við viðkomandi viðskiptavin.

b) KILROY er háð flugfélögunum og að þau gefi okkur réttar upplýsingar. KILROY áskilur sér rétt til að endurgreiða heildarverð miðans ef ekki er hægt að gefa miðann út vegna tæknilegra ástæðna.

c) KILROY skoðar allar greiðslur sem framkvæmdar eru með kredit- eða debetkorti til þess að ganga úr skugga um að ekki sé um svik að ræða og áskilur sér rétt til þess að hætta við bókanir í tilvikun þar sem greiðslur eru grunsamlegar. KILROY endurgreiðir upphæðina að fullu á það kort sem notað var til þess að greiða.

2 Riftunarákvæðið
a) KILROY gegnir stöðu umboðsaðila fyrir flugfélögin. Með öðrum orðum þýðir það að flugfélögin eru ábyrg fyrir flutningsþjónustunni og - því eru það skilmálar flugfélaganna sem gilda.

b) Ef viðskiptavinur kaupir eingöngu flug, þá er KILROY ekki ábyrgt ef flugfélagið breytir brottför, flugáætlun eða afbókar flug. Öll mál er varðar fyrrnefnt er eingöngu á milli viðkomandi flugfélags og farþegans.

3 Ferðagögn og ferðaáætlun
a) Um leið og flugmiði hefur verið gefinn út, venjulega innan tveggja virka daga frá móttöku greiðslu, eru rafræn ferðagögn áframsend á netfang viðskiptavinar. Tölvupósturinn með ferðagögnunum ber titilinn 'Electronic tickets have been issued'. Staðfesting á bókun mun einnig vera send í öðrum tölvupósti á sama netfang.

b) Uppgefnir ferðatímar eru alltaf staðbundnir tímar. Það geta orðið tæknilegar tafir á áætlunarleiðinni, auk tafa við bókun. Tæknilegar tafir eru hluti af fluginu á milli áfangastaða, og KILROY getur ekki tryggt hvort um tafir verði, hvorki við bókun né í ferðagögnum.

c) Fyrir sætabókanir, skráningu bónus punkta og sérstaks farangurs skal haft samband beint við viðkomandi flugfélag.

4 Samsetning flugfélaga
Bókuð flug getur samanstaðið af mörgum, óskyldum flugmiðum og eru þá óháð hvort öðru. Mismunandi reglur gætu einnig átt við hér hvað varðar fjölda og hámarksþyngd farangurs.

5 Skattar og önnur gjöld
Undir venjulegum kringumstæðum eru skattar og gjöld innifalin í kaupverði. Það eru, samt sem áður, nokkrir flugvellir og ferðaþjónustuyfirvöld sem krefjast greiðslu við brottför eða komu, sem geta ekki verið innheimt við bókun. Upplýsingar um þess háttar skatta og gjöld eru í ferðagögnum, en breytingar geta átt sér stað með litlum fyrirvara án þess að KILROY sé upplýst um breytingar.

6 Staðfesting á flugi og innritun
a) KILROY mælir eindregið með að farþegar skoði ferðaáætlun sína í TripCase, þar sem flugfélög eiga það til að breyta brottfarar- og komutíma.
Ef þú fylgist ekki með ferðaáætlun þinni og breyting á flugi leiðir til þess að þú missir af flugi þínu er það á ábyrgð þína að kaupa nýjan miða.
Ef breyting á ferðaáætlun gengur ekki fyrir þig vinsamlegast hafðu samband við KILROY við fyrsta tækifæri.

b) Upplýsingar frá KILROY eða flugfélögunum hvað varðar flugstöðvarbyggingu og hlið eru aðeins viðmið, því aðstæður geta breyst. Þegar þú ferðast út fyrir Evrópu skaltu vera búinn að innrita þig amk. tveimur tímum fyrir brottför. Góð regla er að vera kominn út á flugvöll með góðum fyrirvara því þú getur lent í löngum biðröðum í innritun og öryggisskoðun.

7 Ferðamiðinn 'KILROY ticket'
a) Þessi tegund miða er merkt með gulum 'borða' og er aðeins fyrir ungt fólk og/eða námsmenn í 100% námi, sem auk þess verða að vera undir settu aldurshámarki á brottfarardegi.

b) Með 'KILROY ticket' getur þú, innan ákveðins gildistíma, breytt dagsetningu gegn gjaldi. Allar breytingar ákvarðast af lausum sætum í sama fargjaldaflokki og upprunalegi miðinn. Það er hægt að endurgreiða 'KILROY miða' gegn gjaldi, allt að 24 tímum áður en fyrsti flugleggur hefst.

c) Til að geta ferðast á KILROY miða þarf farþegi samkvæmt flugfélögunum, að hafa á sér gilt IYTC kort (International Youth Identity Card) eða gilt ISIC kort (International Student Identity Card) á meðan á ferð stendur. Ef farþegi á þegar gilt kort skal númer kortsins gefið upp við bókun flugmiðans. Ef farþegi hefur ekki gilt kort skal hann panta nýtt kort á sama tíma og hann kaupir miðann. Þegar KILROY miði er keyptur, skuldbindur viðskiptavinurinn sig til að standast upptaldar kröfur.

d) Ef þú vilt kaupa 'KILROY ticket' til Evrópu frá annarri heimsálfu þarftu að geta staðfest að þú hafir farið frá Evrópu innan síðustu 12 mánaða með því að senda okkur miðanúmerið (13 tölustafir) á miðanum sem þú flaugst á frá Evrópu auk þess að hafa fasta búsetu í Evrópu.
Ef þú getur ekki sýnt fram á að þú hafir flogið frá Evrópu á síðustu 12 mánuðum eða getur ekki sannað að þú hafir fasta búsetu í Evrópu getur KILROY ekki gefið út flugmiðann þar sem við þurfum að fylgja ströngum reglum flugfélaganna. Sé KILROY ekki fært um að gefa út flugmiðann verður farið eftir almennum reglum og aðgerðum um endurgreiðslu.

8 Almennir KILROY miðar
a) 'Almennir miðar' eru aðgreindir með svörtum 'borða', og eru yfirleitt mjög takmarkaðir þegar kemur að breytingum og endurgreiðslu. Reglurnar, sem eru settar af flugfélögunum, getur þú séð á miðanum sem þú ert um það bil að bóka.

9 Breytingar- og aflýsing
a) Eftir að staðfesting hefur verið send á viðkomandi netfang eru allar breytingar og afbókun háð gjaldi, sem fer eftir tegund miða og/eða flugfélagi. Fyrirspurnir um breytingar fara yfir heimasíðuna, kilroytravel.is, undir 'breyta miða'.

b) Þó að það sé möguleiki á breytingu eða endurgreiðslu á venjulegum farmiða þá munu flugfélögin setja á gjöld, sem viðskiptavinurinn þarf að greiða. Einnig setur KILROY eftirfarandi gjöld á venjulegan eða KILROY farmiða:
* gjöld vegna breytingu á dagsetningu: 9.000 ISK
* Afbókun á venjulegum farmiða fyrir brottför: 24.000 ISK
* Afbókun á Kilroy farmiða fyrir brottför: 16.000 ISK
* Gjald fyrir endurgreiðslu flugvallarskatta: 3.600 ISK

c) Nafnabreytingar og framsal flugmiða til annars aðila er ekki leyft samkvæmt skilmálum flugfélaganna.

d) Ef þú kaupir forfallatryggingu hjá KILROY þegar þú bókar ferð, eiga sérstakar reglur við hvað varðar breytingar og endurgreiðslur áður en ferð hefst.

10 No show, ónýtt þjónusta osfrv.
a) Ef farþegi mætir ekki á bókað flug, eða á einhvern hátt nýtir ekki hluta ferðaþjónustunnar, mun engin endurgreiðsla eiga sér stað á ónýttri þjónustu. Sama gildir ef farþegi getur ekki ferðast vegna ferðagagna sem tapast hafa, vegabréfs, vegabréfsáritana, bólusetninga osfrv.

11 Skuldbinding viðskiptavinar
a) Viðskiptavinur er ábyrgur að gefa upp réttar upplýsingar varðandi farþega og greiðslu, auk þess að fara yfir ferðagögn. Fornafn og eftirnafn á að vera nákvæmlega eins og þau koma fyrir á vegabréfi - millinafn þarf ekki nauðsynlega að koma fram. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, getur farþegi lent í að vera synjað við innritun. KILROY tekur enga ábyrgð á afleiðingum rangra upplýsinga.

b) Ferðagögn og allar breytingar á flugum munu vera áframsendar á uppgefið netfang viðskiptavinar. Því er mikilvægt að netfang sé rétt. Ef viðskiptavinur fær ekki staðfestingu á tölvupósti innan 24 klukkustunda, ætti hann að hafa samband við KILROY á Íslandi.

c)Allar kvartanir á meðan á ferð stendur, eiga að fara í gegnum flugfélögin eða staðbundins fulltrúa þeirra. Þetta er til þess að viðkomandi mál geti, ef mögulega, verið leyst á staðnum. Ef málið er leyst á staðnum tryggir viðskiptavinur sér rétt til að útbúa kröfu á flugfélagið á seinna stigi. Ef viðskiptavinur kvartar ekki á staðnum getur hann misst réttinn á að útbúa þessa kröfu.

12 Persónuvernd (Privacy policy)
a) KILROY notar persónuupplýsingar viðskiptavina sinna eingöngu innan ferðaskrifstofunnar, og aðeins með þeirra samþykki. Upplýsingarnar munu ekki vera seldar eða dreifðar á neinn hátt. KILROY áskilur sér rétt á að nota 'cookies', sem eru hlutar af upplýsingum sem notaðar eru til að greina endurteknar heimsóknir á vefsíðuna frá einstökum PC tölvum. Cookies hjálpa KILROY að greina hvaða eiginleikar vefsíðunar eru vinsælir og hverjir ekki. Upplýsingar notaðar í þessum tilgangi er ekki samspil nafns viðskiptavinar, tölvupósts, heimilisfangs eða aðrar upplýsinga lagðar fram af honum, nema hann samþykkir það sérstaklega.

13 Lögfræðilegar upplýsingar
a) KILROY gerir fyrirvara um prentvillur, tæknilegar villur eða breytingum á verðum sem KILROY gat með engu móti séð fyrir. Allar kröfur á hendur KILROY Iceland ehf. fara fram samkvæmt íslenskum lögum.

b) Nafn fyrirtækis: KILROY Iceland ehf.
VAT number: 410911-0350
IATA leyfi: 32-2 0996 2

Loka glugga     Prenta þessa síðu